Hugleiðing dagsins
Ég græði ekkert á því að nota sjálfsblekkingu til þess að forðast afleiðingar mistaka minna. Um leið og mér verður þetta ljóst þá veit ég að mér miðar áfram. Í bókinni Enginn maður er eyland eftir Thomas Merton segir; “Við verðum að vera heiðarleg og sönn gagnvart okkur sjálfum, áður en við verðum fær um að greina hvað sé raunverulegt í umhverfi okkar.” Við verðum sönn innra með okkur með því að leyfa sannleikanum, eins og við sjáum hann, að birtast.
Er ég sannur gagnvart sjálfum mér?
Bæn dagsins
Megi minn æðri máttur hjálpa mér að leyða sannleikann til lykta, eins og ég sé hann.
Megi ég aldrei aftur koma mér undan afleiðingum gjörða minna. Að koma sér undan afleiðingum gjörða sinna var orðið að einhverskonar leik hjá okkur spilafíklunum, uns við misstum sjónar á sambandinu á milli gjörða og afleiðinga þeirra. En, þegar mér er að batna, bið ég þig guð að hjálpa mér að finna jafnvægið á ný.
Minnispunktur dagsins
Tengja saman verknað og afleiðingu.