Gott ævikvöld…
Leið mín til GA – samtakanna var lögð strax í barnaskóla þegar ég kom við í sælgætisbúðinni, borgaði eitt sent og reyndi að finna bleiku karamelluna sem leyndist í hrúgu af hvítum karamellum í krukku á búðaborðinu… ef ég fann þá bleiku fékk ég verðlaun. Að stela smáaurum til geta farið til að finna “þá bleiku” varð brátt fastur liður á hverjum deigi í skólanum. Að spila kúluspil, kasta upp mynt um hafnaboltamyndir og hark með smápeningum voru næstu sporin á glötunarbrautinni.
Ég hafði mikinn áhuga á hafnarbolta eins og fleiri í Brooklyn á fimmta áratugnum og fór að veðja á liðin áður en ég varð fjórtán ára. Ég og vinir mínir áttum greiðan aðgang að veðmöngurum og fylgdumst með úrslitum á billjarðstofunni eða í dagblöðum í sælgætisbúðinni. Við vinirnir lékum alls konar boltaleiki – upp á peninga. Ég fylgdist með körfubolta og handboltaleikjum og veðjaði um úrslitin. Á veturnar spiluðum við strákarnir póker, tuttugu og einn, rommí, mónópólí og önnur spil næstum hvern einasta dag. Foreldrar mínir, sem báðir unnu úti, voru mjög ánægðir með að vita yngsta soninn una sér með vinum sínum við borðtennis og mónópólí en vissu ekki hvað var lagt undir.
Brátt var ég farinn að spila fimm sinnum á dag. Fyrstu árin í gagnfræðaskóla vann ég sem sendill í fatahreinsun og matavörubúð til að fjármagna fjárhættuspilið. Áhugi minn á verðbréfamarkaðnum vaknaði áður en ég varð sextán ára þegar eldri bróðir minn hjálpaði mér að kaupa bréf í sykurfyrirtæki á Kúpu. Ég fékkst við margt spennandi og fannst að ég lifði mjög ánægjulegu táningalífi; ég veðjaði í íþróttagetraunum, spilaði um peninga, stundaum líka teningaspil og á hverjum sunnudegi hitti é ítalska vini mína og við spiluðum í happadrætti, tókum þátt í getraunum í blöðum og tímaritum og reyndum fyrir okkur á verðbréfamarkaðnum. Smám saman komst ég vel inn á markaðinn með smáhlutabréf, sem var þá mjög vinsælt, og eining í Kanada. Mér fannst lífið mjög spennandi.
Skömmu eftir að ég var sautján ára vann ég hvað eftir annað 500 – 750 dollara í hafnaboltagetraunum. Það styrkti trú mína á því að getraunir og fjárhættuspil væru vænlegri en verðbréfamarkaðurinn til að ná því markmiði mínu að setjast í helgan stein þrjátíu og fimm ára gamall. Fram undan var skólaganga, atvinnuleit, hjónaband og barneignir ásamt langri leið á glötunarbrautinni… og GA – samtökin aldarfjórðungi síðar.
Eftir hafnaboltagróðann fór ég að taka þátt í íþróttagetraunum á hverjum degi, spilaði reglulega teningaspil og fjárhættuspil og fór öðru hverju á veðreiðar. Með hverri víku, hverjum mánuði og ári sem leið í hringiðu fjárhættuspilsins dreymdi mig ákafar um st´´ora vinninga og velsældarlíf eftir þrjátíu og fimm ára aldur. Ám þess að ég gerði mér grein fyrir því varð draumurinn um gott ævikvöld þó æ fjarlægari eftir því sem ég tók fleiri lán. Ég fékk lán hjá foreldrum mínum, bræðrum, vinnuveitenda, bönkum og lánastofnunum. Ég gegndi ábyrgðarstöðu við stjórn og verslun á myndlistarmarkaðnum og það gerði mér kleift að verða mér úti um fé á ólöglegan hátt með beinum þjófnaði og mútum. Ég réttlætti þessi afbrot sem eðlilegt endurgjald fyrir vinnu mína og sanngjarna uppbót fyrir gróðann sem ég færði vinnuveitanda mínum.
Ég gifti mig tuttugu og eins árs, varð faðir tuttugu og þriggja ára og síðan tvisvar aftur en það voru aðeins auka aukaatriði á rúmleg tuttugu og þriggja ára ferli mínum sem virkur spilafíkill.
Heiðarleiki var ekki lengur til hjá mér, hvorki gagnvart vinnuveitanda, veðmangara, vinum, eiginkonu, börnum né öðrum aðstandendum, ekki einu sinni gagnvart kunningjum mínum. Að lokum varð mér ljóst að enginn lét lengur blekkjast og vissi innst inni að ég var kominn í alvarlegar kröggur. Ég brást við því með enn ákafara fjárhættuspili svo ég gæti haldið í vonina um stóra vinninginn sem myndi leysa allan vanda. Þó nokkrum sinnum græddi ég stórfé en síðan kom hvert tapið af öðru og ég sökk enn dýpra í skuldafenið.
Æskuár barnanna minna þriggja liðu hjá án þess að ég sinnti þeim nokkuð og það varð ekki aftur tekið. Á meðan spilaði ég fjárhættuspil og þóttist vera að afla fjár handa fjölskyldunni.
Dagarnir fóru í að grannskoða getraunadálka í fjöldanum öllum af dagblöðum og íþróttablöðum. Kvöldin fóru í símtöl til að leggja undir og síðan að fylgjast með úrslitum fram undir morgun. Það var erfitt að byrja næsta dag nema ég sæi fram á að ég gæti stundað fjárhættuspil eins og daginn áður. Tíminn var að rjúka frá mér og veröld mín að hrynja. Verstu vonbrigðin voru þegar leikjum, sem ég gat veðjað á, var aflýst, eins og þegar Kennedy forseti var myrtur; þegar lögreglan lokaði veðmangarastofum eða ég gat ekki staðið í skilum og veðmangari útilokaði mig frá frekari veðmálum.
Þegar ég var hálffertugur (og draumur minn um að áhyggjulaust ævikvöld átti að hafa ræst) borgaði ég minnst einum lánadrottni á hverjum degi allan mánuðinn. Þrjátíu og átta ára gamall fékk ég hjartaáfall og gat ekki lagt undir í viku meðan ég var á hjartadeildinni. Síðan var ég á almennri deild í rúmar tvær vikur og hélt þá áfram að veðja. Mér var bjargað frá bana en samt hélt ég áfram á sömu braut við að reyna að drepa mig.
Þegar ég var fjörutíu og eins árs og hafði spilað fjárhættuspil í næstum 24 ár fór ég í fyrsta sinn á fund í GA – samtökunum. Um fertugt hafa flestir komið undir sig fótunum en ég var rétt að byrja að læra að lifa lífinu án fjárhættuspils. GA – samtökin hafa vísað mér leið til að lifa lífinu í heiðarleka, hamingju, öryggi, iðjusemi og fullri vitund. Án fjárhættuspils er ég fær um að lifa lífinu og er ekki stöðugt á flótta.
GA – samtökin hafa leitt mig út í sólskinið og ég vil aldrei aftur lifa í skugga fjárhættuspilsins.