Hugleiðing dagsins
Í gegnum félagsskapinn í GA samtökunum höfum við lært að ekki einu sinni verstu hugsanlegu aðstæður, sem við gætum lent í, geta réttlætt það að fara aftur að stunda fjárhættuspil. Það er sama hversu slæmt útlitið virðist, það versnar bara ef við förum aftur að spila, þó ekki væri nema í stutta stund.
Er ég þakklátur fyrir væntumþykjuna og samhygðina í prógraminu?
Bæn dagsins
Megi ég halda því til streitu að enginn steinn sé svo þungur að hann geti dregið mig niður í hyldýpi fíknar minnar. Engin byrði, engin vonbrigði, ekkert sært stolt eða ástarsöknuður er það mikill að hann réttlæti afturhvarf til spilamennsku. Þegar ég el í brjósti mér hugsanir eins og “lífið er of erfitt”, eða að “enginn kemst heill í gegnum allt þetta” eða að “ég fell alltaf aftur”, þá ætti ég að hlýða ögn á tóninn í kvörtunum mínum og rifja upp að ég hef heyrt þennan tón áður – á meðan ég var enn að spila. Svona sjálfsvorkun er fyrsta skrefið á fallbraut. Megi guð gefa að ég sé vakandi gagnvart eigin umkvörtunartón.
Minnispunktur dagsins
Hlýða á eign kvartanir.