Hugleiðing dagsins
Uppsöfnuð gremja er ekki einvörðungu tímaeyðsla heldu líka eyðsla á lífi sem hefði getað verið betur varið. Ef ég geymi með mér lista yfir kúgun og vanvirðu þá er ég einvörðungu að halda í þeim lífi. Í bók Lewis Carrol; “Trough the Looking Glass” segir konungurinn “Ég mun aldrei gleyma hryllingi þessa augnabliks”, “Þú munt samt sem áður gera það” segir drottningin og bætir svo við “svo fremi að þú punktir það ekki hjá þér.”
Á ég leynilega geymslu, þar sem ég varðveiti eyðileggingu fortíðar minnar?
Bæn dagsins
Guð forði mér frá því að varðveita eðju úr fortíðinni – gremju, pirring, óvild, kúgun, ranglæti, óréttlæti, niðurlægingu, særindi, lítilsvirðingu. Þetta mun naga mig og stela frá mér tíma við að enduupphugsa hvað ég hefði getað sagt eða gert, allt þar til ég horfist í augu við hverja og eina af þessum minningum og geri mér fyrir þeim tilfinningum sem vakna með mér og sætti mig við þær eftir bestu getu – og gleymi síðan. Megi ég tæma geymsluna af gömlum misrétti.
Minnispunktur dagsins
Grafið og gleymt.