Hugleiðing dagsins
Oft á tíðum reyna nýliðar í GA að halda óþægilegum staðreyndum úr lífi sínu út af fyrir sig. Þeir kjósa auðveldu leiðina frekar en að stíga hið erfiða fimmta spor. Þeir sem kjósa að fara þessa leið falla nánast undantekningalaust. Þeir héldu ótrauðir áfram með hin sporin og skilja ekki hví þeir féllu. Líklegasta skýringin er sú að þeir kláruðu ekki að taka til í fortíðinni. Þeir unnu kannski 4. og 5. sporið með hangandi hendi og skildu eftir erfiðustu málin.
Hef ég viðurkennt fyrir sjálfum mér og annarri manneskju nákvæmlega í hverju yfirsjónir mínar fólust?
Bæn dagsins
Megi ég tína allt til í mínu fari sem aflaga hefur farið, óheiðarleika og harðneskju, þegar ég geri upp fortíðina. Megi ég ekki halda neinu eftir því “nákvæmlega” þýðir einmitt það að telja upp allar yfirsjónir okkar. Við höfum komist í tæri við “ruslahaug” þar sem við getum losað okkur við fyrri yfirsjónir. Megi ég notfæra mér hann, eins og til er ætlast. Megi gallar fortíðar verða sá grundvöllur sem ég byggi framtíðina á.
Minnispunktur dagsins
Styrkur framtíðar getur byggst á göllum fortíðar.