Hugleiðing dagsins
Hver sá sem hefur gerst félagi í GA og ætlar sér að stunda fundi, hefur í raun – kannski án þess að gera sér grein fyrir því – byrjað á þriðja sporinu. Er það ekki svo að í öllu er lítur að fjárhættuspilum hafi viðkomandi ákveðið að láta vilja sinn og líf lúta handleiðslu GA prógramsins? Vilji til þess að gefa eftir eigin vilja og hugmyndir varðandi fíknina – og þiggja handleiðslu prógramsins. Ef þetta er ekki að láta vilja sinn og líf í hendur nýfundinnar forsjár – hvað er það þá?
Hef ég upplífað andlega vakningu eftir að hafa unnið sporin?
Bæn dagsins
Megi ég öðlast líf sem inniheldur guð. Ég þakka guði fyrir þá andlegu vakningu sem é hef öðlast, eftir að ég fól honum líf mitt. Megi orðin “andleg vakning” verða öðrum vísbending um það að það er gnótt af andlegum kröftum innra með hverjum og einum, sem bíða þess eins að verða uppgötvaðir.
Minnispunktur dagsins
Ég ætla að reyna að gera guð að miðju lífs míns.