Hugleiðing dagsins
Ef við leggjum okkur fram um að skilja í stað þess að vera skilin, þá mun okkur ganga betur við að sannfæra nýliða um að við höfum enga löngun til þess að sannfæra einn eða neinn varðandi það hvernig eigi að öðlast trú. Við erum öll, óháð kynþætti, litarhætti, kyni, trú eða þjóðerni, börn Skaparans. Skapara sem við getum myndað tengsl við, tengsl sem byggja á einföldum og auðskiljanlegum skilmálum – jafnskjótt og við öðlumst vilja og heiðarleika til þess að reyna að mynda þau.
Þekki ég muninn á samúð og hluttekningu? Get ég sett mig í spor nýliðans?
Bæn dagsins
Megi ég reyna að elska allt mannkyn sem börn guðs. Megi ég virða þær mismunandi leiðir sem þau fara þegar þau finna og tilbiðja guð. Megi ég aldrei verða svo ósveigjanlegur að ég geri lítið úr trú annarra eða svo tillitslaus að nota félagsskapinn sem prédikunarstól til þess að básúna mínar trúarskoðanir sem hinar einu sönnu. Ég get bara vitað hvað virkar fyrir mig.
Minnispunktur dagsins
Við erum öll börn guðs.