Hugleiðing dagsins
Fúsleiki til þess að taka afleiðingum fyrri gjörða og bera um leið ábyrgð á velferð annarra er kjarninn í níunda sporinu. Yfirborðskennd afsökunarbeiðni bætir sjaldnast fyrir þann skaða sem við höfum valdið öðrum, en ósvikin viðhorfsbreyting getur aftur á móti haft ótrúleg áhrif við að bæta fyrir brot okkar. Ef ég hef valdið einhverjum veraldlegum skaða þá viðurkenni ég skuld mína og endurgreiði hana eins skjótt og mér er unnt.
Ætla ég að kyngja stolti mínu og stíga fyrstu skref í átt að sátt?
Bæn dagsins
Guð, sýndu mér bestu leiðina til þess að gera yfirbót. Stundum getur einfaldlega verið nóg að viðurkenna mistök mín. Á öðrum stundum getur þurft skapandi hugsun til þess að gera yfirbót. Megi ég vera þess meðvitaður að ég get ekki unnið níunda sporið án þess að hafa einhverja umhyggju fyrir öðrum, ósviknar áhyggjur af líðan annarra, ásamt breytingu í eigin atferli.
Minnispunktur dagsins
Umhyggja first, síðan afsökun.