Hugleiðing dagsins
Oft er sagt að það sé ekki hægt að dæma bók af kápunni einni saman. Hjá mörgum okkar var “kápan” ekki svo slæm; að gera siðferðisleg og fjárhagsleg reikningsskil ætti ekki að vera svo mikið mál. En eftir því sem við köfuðum dýpra þá uppgötvuðum við að “kápan” gaf ekki raunsanna mynd. Við höfðum rækilega falið og hulið galla okkar undir hjúpi sjálfsblekkingar. Þess vegna getur sjálfsskoðun, eins og felst í fjórða sporinu, verið langtíma verkefni; við verðum að halda verkinu áfram á meðan við erum enn blind á þá bresti sem leiddu okkur í fíkn og eymd.
Ætla ég að reyna að horfast í augu við sjálfan mig eins og ég er og leiðrétta hvað eina sem kemur í veg fyrir að ég verði sú manneskja sem ég vil vera?
Bæn dagsins
Megi guð leiðbeina mér í sjálfsskoðuninni, því ég hef svo lengi falið mikið af göllum mínum, fyrir vinum, ættingjum og síðast en ekki síst fyrir sjálfum mér. Ef ég fæ frekar á tilfinninguna að verið sé að brjóta á mér heldur en að ég skynji að ég sé sá brotlegi, megi ég þá taka það sem vísbendingu um að ég þarf að grafa dýpra í leitinni að hinum raunverulega mér.
Minnispunktur dagsins
Að stunda sjálfsskoðun er að byggja fyrir framtíðina.