Hugleiðing dagsins
Að gera reikningsskil á lífi sínu þarf ekki að þýða að allt sé í mínus. Þeir eru fáir dagarnir sem við höfum ekki framkvæmt eitthvert góðverk. Þar sem ég átta mig á og horfist í augu við galla mína, kem ég líka auga á hina mörgu kosti mína og átta mig á að þeir eru jafn raunverulegir og gallarnir. Meira að segja þegar við reynum en mistekst eitthvað – þá er það jákvætt, við reyndum þó. Ég ætla að reyna að læra að meta kosti mína, því ekki einvörðungu vega þeir upp á móti göllum mínum heldur eru þeir sá grunnur sem ég byggt bata minn og framtíð á. Það er alveg jafn mikil sjálfsblekking að sleppa því góða í fari manns eins og að reyna að réttlæta gallana.
Get ég sótt hughreystingu í jákvæða eiginleika mína og sætt mig við sjálfan mig sem vin?
Bæn dagsins
Ef ég finn einungis galla, þegar ég vinn fjórða sporið, þá get ég verið viss um að mér er að yfirsjást eitthvað – hið góða og jákvæða í mínu fari. Þó svo að yfirgengilegt lítillæti geti verið félagslega viðurkennd þá getur það verið jafn óheiðarlegt eins og að réttlæta galla sína. Jafnvel sá sem virðist vera algjörlega misheppnaður hefur eitthvað gott til að bera ef grannt er skoðað.
Minnispunktur dagsins
Að gefa sjálfum mér, ef ekki A fyrir að reyna, í það minnsta B mínus.