Hugleiðing dagsins
Ég fann æðri mátt, sem ég kýs að kalla guð, fljótlega eftir að ég kom í GA samtökin. Ég trúi því að minn æðri máttur sé almáttugur; ef ég held mig í nálægð við hann og hegða mér samkvæmt vilja hans, þá uppfyllir hann ekki langanir mínar heldur þarfir. Ég hef smám saman horfið frá því að vera sjálfhverfur og farið að leiða hugann að því hvað ég geti gert til þess að hjálpa öðrum og hvað ég geti lagt af mörkum til lífsins.
Er ég, eftir því sem ég verð meðvitaðri um nærveru guðs, farinn að losna undan sjálfhverfum ótta mínum?
Bæn dagsins
Megi ég sjá að stærsta augljósa breytingin á sjálfum mér – jafnvel stærri en minn innri friður – er að ég hef látið allar varnir niður falla og stend berskjaldaður gagnvart umheiminum. Ég er aftur orðinn þátttakandi í lífinu, er á meðal fólks, hef áhuga á lífi annarra, örlög þeirra skipta mig máli. Megi ég finna gleði mína á ný hér í raunveruleikanum á meðal fólks, nú þegar ég hef sagt skilið við ótta minn og ranghugmyndir mínar varðandi sjálfan mig.
Minnispunktur dagsins
Hvers virði er lífið ef annarra nyti ekki við?