Hugleiðing dagsins
Meðvitað samband mitt við guð byggir einvörðungu á mér og minni löngun til þess að viðhalda því sambandi. Ég get notfært mér styrk guðs hvenær sem er; hvort ég nýti mér hann er mitt val. Sagt hefur verið að “Guð sé til staðar í öllum skepnum, en þær séu misvarar við nálægð hans.” Ég ætla að reyna að minna sjálfan mig á það, á hverjum
degi, hversu mikilvægt það sé að vera meðvitaður um áhrif guðs á líf mitt. Og ég ætla að reyna að þiggja hjálp hans í öllu sem ég geri.
Ætla ég að muna að guð veit hvernig á að hjálpa mér, að hann geti hjálpað mér, og að hann vilji hjálpa mér?
Bæn dagsins
Megi ég vera þess meðvitaður að kraftur guðs og friður eru óþrjótandi gnægtarbrunnur innra með mér. Ég get dregið mér fötu eftir fötu úr þeim brunni og hresst upp á líf mitt og hreinsað. Það eina sem ég þarf að leggja fram er fatan og reipið. Vatnið í brunninum er mitt – ókeypis, ferskt, græðandi og ómengað.
Minnispunktur dagsins
Brunnurin er guðs; ég kem með föturnar.