Hugleiðing dagsins
Okkar forni óvinur; sjálfsviljinn – þrjóskan, reynir að villa um fyrir mér með réttlætingum eins og; Því á ég að treysta Guði? Hefur hann ekki gefið mér gáfur til þess að hugsa sjálfstætt? Ég verð að nema staðar þegar slikar hugsanir læðast að mér og gera mér grein fyrir því að ég hef aldrei getað náð markmiðum mínum, einvörðungu með því að treysta á sjálfan mig. Ég er ekki sjálfbjarga, né heldur veit ég öll svörin; bitur reynslan ein sýnir mér það.
Veit ég að ég þarfnast leiðsagnar Guðs? Er ég reiðubúinn til þess að taka við henni?
Bæn dagsins
Ég bið að eftir því sem einurð mín og bindindi vex og eykst, þá muni ég ekki draga úr trausti mínu á æðri mætti. Megi ég halda áfram að biðja minn æðri mátt um leiðsögn, jafnvel þegar mér virðist ganga allt í haginn. Megi ég gera mér grein fyrir að ég þarf jafnmikið á mínum æðri mætti að halda hvort sem mér gengur vel eða þager á bjátar.
Minnispunktur dagsins
Að vera sjálfum sér nógur er guðlaus flökkusaga.