Hugleiðing dagsins
Það gerist orðið æ oftar, eftir því sem bati minn eykst, að ég stend mig að því að vera í kyrrlátri bið eftir því að heyra í auðþekkjanlegri rödd míns æðri máttar. Sú rödd býr innra með mér. Að biðja er fyrir mig tvístefnugata – að svipast eftir og hlusta, að leyta og finna. Einn af uppáhaldstextum mínum úr biblíunni hljóðar svo; “Ver kyrr og vittu að ég er guð.”
Veiti ég mínum æðri mætti kyrrláta og kærleiksríka athygli, viss um að upplýst vitneskja um hans vilja muni birtast mér?
Bæn dagsins
Þar sem ég leytast við að kynnast mínum æðri mætti, megi ég þá öðlast vitneskju um bestu leiðina – fyrir mig – til þess að ná til hans og heyra. Megi ég byrja að skynja bænina, ekki bara að hlusta á hljóminn af eigin rödd. Megi ég skynja guðlegt eðli hans flæða yfir mig. Megi ég finna fyrir einingu með mínum æðri mætti.
Minnispunktur dagsins
Skynja kyrrð Guðs.