Hugleiðing dagsins
Við heyrum stundum sagt um einhvern, að hann skyggi á sjálfan sig. Sú mynd sem kemur upp í hugann, þegar við heyrum þetta, er að mörg okkar skyggja á eigin hamingju með hugarfari sem er byggt á misskilningi. Látum okkur lærast að stíga til hliðar svo ljósið nái að skína á okkur og allt sem við gerum. Því fyrr getum við ekki séð sjálf okkur og okkar verk í réttu ljósi. Fyrir tilstuðlan GA programsins þá þurfum við ekki lengur að skyggja á okkur sjálf og reyna ein í myrkri að greiða úr öllum okkar vandamálum.
Þegar ég stend frammi fyrir vandamáli sem virðist óleysanlegt, ætla ég þá að spyrja sjálfan mig hvort að ég skyggi á sjálfan mig?
Bæn dagsins
Megi ég ekki flækjast fyrir sjálfum mér, rugla eigin hugsanir, flækjast fyrir eigin fótum, setja hindranir í veginn í átt að bata. Ef ég finn fyrir því að ég sé farinn að skyggja á sjálfan mig, megi ég þá biðja minn æðri mátt og félaga mína í GA um leiðsögn.
Minnispunktur dagsins
Ef það eina sem ég sé er minn eigin skuggi, þá er ég farinn að skyggja á sjálfan mig.