Hugleiðing dagsins
“Í dag er lukkudagurinn minn.” Hve oft sögðum við ekki einmitt þessa setningu sem reyndist síðan kolröng. Í dag, aftur á móti, þá eiga þessi orð rétt á sér; mér hefur verið gefið annað tækifæri. Á meðan ég spilaði þá fórnaði ég “deginum í dag” fyrir einhverja tálsýn morgundagsins. Af öllu því sem ég tapaði, þá syrgi ég mest þessa “dagurinn i dag” – ég get ekki fengið þá aftur. En daginn í dag – “dagurinn í dag” – hann hef ég. Ég mun ekki fórna honum né láta hann fara til spillis.
Trúi ég því í einlægni að dagurinn í dag sé minn, að í dag geti ég valið að vera hamingjusamur, að vaxa, og lært að lifa, í stað þess að bíða eftir einhverjum draumórum sem vonandi myndu rætast einhvern tíma í framtíðinni?
Bæn dagsins
Ég bið þess að litir dagsins í dag verði ekki útjaskaðir af einhverjum dempuðum tálsýnum framtíðar né heldur af grámyglu fortíðar. Ég bið þess að minn æðri máttur hjálpi mér að breyta rétt og að áhyggjur mínar verði í réttu samhengi við þau verkefni sem ég tekst á við í dag.
Minnispunktur dagsins
Ég mun ekki tapa fyrir deginum í dag ef ég kýs daginn i dag.