Hugleiðing dagsins
Ég er byrjaður að átta mig á hve óeðlilegt hið gamla líferni mitt var og hversu hratt það fór versnandi eftir því sem sjúkdómurinn ágerðist. Því lengur sem ég er í GA prógraminu því þægilegri verður þessi nýji lífsmáti minn. Í fyrstu var mér fyrirmunað að rétta nýliða hendina, slíkt var fyrir mér eitthvað sem var gjörsamlega útilokað. En eftir því sem tíminn líður verður þetta auðveldara og auðveldara. Að deila með öðrum reynslu minni, styrkleika og vonum er orðið eðlilegur þáttur í daglegu lífi.
Hefur mér lærst að ég get ekki haldið því sem ég hef fengið nema með því að “gefa af mér”? Ætla ég að gefa mér tíma til þess að deila með öðrum í dag?
Bæn dagsins
Megi ég deila kærleika mínum, gleði minni og fögnuði, tíma mínum, gestrisni minni, þekkingu minni á jarðneskum hlutum og trú minni á æðri mætti. Jafnvel þó ég muni ekki sjá hvaða árangur það skilar, að deila með sér, megi ég þó fyllast gleði af sjálfum verknaðinum við að deila. Megi það að deila með sér, samkvæmt áætlun guðs, verða eins eðlilegt fyrir mig og það að anda og tala.
Minnispunktur dagsins
Aldrei að vera spar á væntumþykju og hlutdeild.