Hugleiðing dagsins
Eftir að ég kom í GA samtökin þá hef ég orðið æ meira var við Æðruleysisbænina. Ég sé hana á kápum dreifirita, veggjum fundarstaða og heima hjá nýjum vinum. “Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til þess að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.”
Skil ég Æðruleysisbænina? Trúi ég á mátt hennar og nota ég hana oft? Er mér orðið auðveldara að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt?
Bæn dagsins
Guð gefi að orð Æðruleysisbænarinnar verði aldrei vélræn fyrir mér né að þau missi merkingu sína. Ég bið þess að þessi orð muni halda áfram að fá í sífellu nýja merkingu eftir því sem ég beiti þeim á fleiri tilvik í lífi mínu. Ég treysti því að ég muni finna þá úrlausn sem ég þarfnast í bæninni, sem í einfaldleika sínum, nær yfir allar aðstæður lífs míns.
Minnispunktur dagsins
Deilið með ykkur bæninni.