Hugleiðing dagsins
Reynsla þúsunda hefur sannað að sátt og trú geta leitt til frelsis frá spilafíkn. En þegar við beitum sömu undirstöðuatriðum sáttar og frelsis á tilfinningaleg vandamál okkar, þá uppgötvum við að við öðlumst bara frelsi að hluta til. Það er jú augljóst að engum mun nokkru sinni takast að losna að fullu við hræðslu, reiði eða stærilæti. Ekkert okkar mun nokkru sinni upplifa fullkomna ást, friðsemd eða æðruleysi. Við verðum að sætta okkur við hægfara bata, með stöku afturför sem getur verið mis alvarleg.
Er ég byrjaður að láta af gamla viðhorfinu mínu “allt eða ekkert”?
Bæn dagsins
Megi guð gefa mér þolinmæði til þess að styðjast við þau undistöðuatriði sáttar og frelsis, sem eru lykillinn að bata mínum, í öllu tilfinningalífi mínu. Megi mér lærast að bera kennsl á þegar reiði, særindi, vonbrigði og hryggð byrja að grafa um sig í huga mér. Megi ég, með hjálp míns æðri máttar, finna viðeigandi aðferðir til þess að takast á við þessar tilfinningar, án þess að skaða sjálfan mig né aðra.
Minnispunktur dagsins
Tilfinningar eru raunverulegar – ég mun viðurkenna þær.