Hugleiðing dagsins
Þegar við komum fyrst í GA, hvort sem það var fyrir okkur sjálf eða vegna þrýstings frá öðrum, þá voru sum okkar með varann á gagnvart þessari hugmynd um “uppgjöf.” Að viðurkenna ósigur var á skjön við allt sem við höfðum tamið okkur og trúað á. Sum okkar hugsuðu um baráttuna við Breta um fiskveiðlögsöguna, aðrir um baráttu íslenskra sjómanna. Okkur fannst því, til að byrja með, tilhugsunin um uppgjöf vera óhugsandi.
Er ég farinn að trúa því í einlægni að einungis með algjörum ósigri muni mér takast að stíga fyrsta skrefið í átt að frelsi og styrk? Eða hangi ég enn á einhverjum fyrirvörum gagnvart grundvallaratriðinu “að sleppa takinu og treysta guði”?
Bæn dagsins
Megi ég trúa því heilshugar að leiðin til æðruleysis hefst með algjörri uppgjöf. Máttur er leiðin að æðruleysi. Því ég get orðið heill í Honum sem hefur máttinn til þess að gera mig heilan á ný. Megi ég losa mig við alla löngun til þess að “þrauka” og viðurkenna aldrei ósigur. Megi mér takast að gleyma spakmælinu sem segir að aldrei skuli maður “gefast upp” og átta mig þess í stað á að slíkt stolt gæti hindrað bata minn.
Minnispunktur dagsins
Heill – fyrir tilstuðlan Hans.