Hugleiðing dagsins
Ég hef einsett mér að veita jafnvel hversdagslegustu hlutum athygli í dag. Ef mér lærist að sjá hlutina í nýju ljósi þá mun mun ég hugsanlega sjá að ég hef margt til þess að vera þakklátur fyrir og gleðjast yfir. Þegar ég finn að neikvæðar hugsanir eru að yfirtaka hugann þá ætla ég að snúa við þeim baki – og grípa til þess hálmstrás sem felst í því að deila með öðrum í prógraminu.

Legg ég mitt af mörkum sem mikilvægur hlekkur í alheimskeðju GA?

Bæn dagsins
Ég bið þess að guð opni augu mín fyrir minnstu undrum hversdagsins, að ég geti veitt athygli og litið á sem blessun hlutum eins og því að líða bara vel, að geta hugsað skýrt. Jafnvel þegar ég tek einfalda ákvörðun eins og hvort ég eigi að eyða frítima mínum í íþróttir, fara á tónleika eða hitta GA félaga, megi ég þá minnast þess að valdið til þess að velja kemur frá guði.

Minnispunktur dagsins
Ég nýt þeirrar blessunar að hafa frelsi til þess að velja.