Hugleiðing dagsins
Það getur verið hjálplegt – fyrir þau okkar sem höfum glatað trúnni eða höfum kannski aldrei haft neina – einfaldlega að sætta okkur við, án fyrirvara og skilyrða, að til sé Æðri Máttur. Til að byrja með er ekki nauðsynlegt að hafa trú; við þurfum ekki að vera fullviss. Ef við byrjum á að sætta okkur við, þá munum við smám saman finna að það er til eitthvað jákvætt afl, sem hefur ætið verið til staðar, reiðubúið til þess að rétta okkur hjálparhönd.
Hef ég hleypt trúnni inn í líf mitt?
Bæn dagsins
Megi ég losa mig við þörfina á því að fá svör við hinum fjölmörgu “af hverju” og “hvers vegna” spurningum sem ég hef í sambandi við traust mitt á Æðri Mætti. Megi ég ekki reyna að draga fram vitsmunalegu hliðina á trúnni, því eðli hennar útilokar alla greiningu. Megi ég gera mér grein fyrir að hugarleikir voru eitt einkenna sjúkdómsins, þar sem ég – á lævísan hátt, að mér fannst – spann saman málsbætur við afsökun við réttlætingu. Megi mér lærast að sætta mig við og þá mun trúin fylgja í kjölfarið.
Minnispunktur dagsins
Á eftir sátt kemur trú og traust.