Hugleiðing dagsins
Søren Kierkegaard skrifaði “Að standa á einum fæti og sanna tilveru guðs er mjög frábrugðið því að falla á hnén og færa honum þakkir.” Í dag er það fullvissa mín um Æðri Mátt, sem er að verki í mér, sem kallar fram og virkjar hæfileika minn til þess að gera lífið að gleðilegri og ánægjulegri tilveru. Ég myndi ekki öðlast slíkt með því að treysta einvörðungu á sjálfan mig og mínar takmörkuðu hugmyndir.
Færi ég guði þakkir á hverjum degi?
Bæn dagsins
Megi það aldrei hverfa mér úr minni að það er trú mín á Æðri Mátt sem leysir orkuna, sem býr innra með mér, úr læðingi. Í hvert sinn sem trú mín dofnar þá dofnar þessi orka. Ég bið þess að trú mín verði óskert, svo þessi orka – sem guð hefur fært mér og sem endurnýjast af trú minni á hana – megi ætíð vera til reiðu fyrir mig, sem uppspretta styrkleika míns.
Minnispunktur dagsins
Trú og traust endurnýjar þann kraft sem er guðs gjöf.