Hugleiðing dagsins
Örvænting hrjáir mörg okkar í GA samtökunum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því að örvænting orsakast af skorti á trú og trausti. Ef við erum viljug til þess að leita til guðs, þegar við þörfnumst hjálpar, þá munum við ekki örvænta. Þegar okkur finnst við eiga við erfiðleika að etja og sjáum ekki leiðina út úr vandræðunum, þá stafar það einvörðungu af því að við höldum að við ein getum leyst vandann. GA prógramið kennir okkur að sleppa tökum á þeim vanda, sem okkur finnst vera óyfirstíganlegur, og leyfa guði í staðinn að takast á við hann.
Þegar ég á meðvitaðan hátt læt minn vilja lúta viðja guðs, sé ég þá trúna að verki í lífi mínu?
Bæn dagsins
Megi ég, sem manneskja í bata, vera frjáls undan örvæntingu og hugarangri, þessum óhjákvæmilegu fylgifiskum þess að finnast maður vera hjálparlaus. Megi ég vita að ég mun ætíð njóta hjálpar frá guði, að ég sé aldrei hjálparlaus þegar guð er með mér. Ef ég hef trú þá þarf ég aldrei að vera “hjálparlaus og vonlaus.”
Minnispunktur dagsins
Örvænting er skortur á trú.