Hugleiðing dagsins
Efasemdarmaður, sem byrjar að feta stigu bænarinnar, ætti að gefa sér stund til þess að meta afraksturinn. Ef hann heldur sig við efnið þá fer hann nánast örugglega að finna fyrir meira æðruleysi, meiri umburðarlyndi, minni ótta og minni reiði. Hann mun öðlast hljóðlátt hugrekki – þá tegund hugrekkis sem er ekki þrungin spennu. Hann mun verða fær um að skoða það sem “misheppnast” og það sem “heppnast” og sjá hlutina í réttu ljósi. Vandamál og ógæfa fara að stuðla að þroska í stað þess að vera rót hörmunga. Honum fer að líða eins og frjálsum manni og andlega heilum.
Eru undursamlegir og óútskýranlegir hlutir farnir að eiga sér stað í mínu lífi?
Bæn dagsins
Megi ég, fyrir tilstuðlan bænarinnar – tjáskipti mín við minn Æðri Mátt, fara að sjá reglu komast á líf mitt. Megi ég verða afslappaðri, andlega heilli, opnari, hugrakkari, ástríkari, ekki eins fastur í vandamálum, óhræddari við að tapa og ekki eins hræddur við að lifa. Megi ég gera mér grein fyrir að framagreint er líka efst á óskalista guðs, fyrir mína hönd. Verði guðs vilji.
Minnispunktur dagsins
Fyllast ró og vita að Hann er guð.