Hugleiðing dagsins
Ég geri mér nú grein fyrir því að ég get ekki lengur notast við falskt hugrekki, sem var í raun einskær mannalæti, ég leitast frekar eftir og bið um kjark til þess að breyta því sem ég get. Slíkur kjarkur er vitaskuld ekki þess eðlis að hann geri mig að sterkri og kjarkmikilli manneskju, sem geti tekist á við hvaða aðstæður sem er án þess að blikna. Sá kjarkur sem ég þarfnast er miklu frekar þess eðlis að hann er viðvarandi og skynsamlegur og tengir daginn í dag við morgundaginn – og tekst á við verkefni dagsins í dag án þess að byggja upp ótta og kvíða við hugsanlega niðurstöðu.
Hvaða merkingu hefur “kjarkur” fyrir mig í dag?
Bæn dagsins
Megi ég einugnis takast á við það sem ég hef möguleika á að breyta. Og sú breyting verður að byrja á mér sjálfum, einn dag í einu. Megi ég gera mér grein fyrir að sátt er oft á tíðum birtingarmynd hugrekkis. Ég bið ekki um ofurhugrekki, heldur bara um þrautsegju til þess að takast á við það sem lífið býður upp á án þess að það yfirbugi mig.
Minnispunktur dagsins
Kjarkur er að takast á við einn dag í einu.