Hugleiðing dagsins
Ég verð að hafa kjark á hverjum degi, á sama hátt og þrá mín að standast hvert veðmál, þá vanabindandi athöfn. Kjarkurinn verður að vera viðvarandi, án frávika og frestunaráráttu, án fljótfærni og fyrirhyggjuleysis og án ótta við hindranir. Þetta virðist svo vissulega vera til mikils ætlast, ef ekki væri fyrir þá sök að þetta er bara bundið við daginn í dag og í deginum í dag hef ég mikil áhrif.
Beiti ég Æðruleysisbæninni á hvað eina í lífi mínu?
Bæn dagsins
Megi sérhver nýr morgunn bjóða mér gnótt kjarks, sem endist mér í gegnum daginn. Ef kjarkur minn endurnýjast á hverjum degi og ég veit að ég þarfnast einungis dagsskammts af kjarki, þá mun sá kjarkur ætíð vera ferskur og hann mun aldrei þrjóta. Megi ég gera mér grein fyrir, eftir því sem dagarnir líða, að ótti minn frá fyrstu dögum batans er horfinn, daglegur skammtur minn af kjarki gerir mér kleift að takast á við æ stærri og erfiðari verkefni.
Minnispunktur dagsins
Guð gefi mér hugrekki – bara fyrir daginn í dag.